Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Munu vilja halda Bjarka ef ég verð rekinn á morgun"
Heimir og Bjarki Már.
Heimir og Bjarki Már.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al Arabi í Katar, var í viðtali við vikublaðið Tígul á dögunum. Tígull er viðburða- og upplýsingablað sem gefið er út í Vestmannaeyjum, heimabæ Heimis.

Í Katar er ungur Íslendingur Heimi til aðstoðar. Sá heitir Bjarki Már Ólafsson og er einn efnilegasti þjálfari okkar Íslendinga.

Hann hætti að spila fótbolta árið 2013 vegna hjartavandamála og einbeitti sér þá alfarið að þjálfun. Bjarki þjálfaði yngri flokka hjá Gróttu og gerðist svo yfirþjálfari knattspyrnudeildar félagsins. Þegar Heimir Hallgrímsson var svo ráðinn þjálfari Al Arabi í Katar fékk hann Bjarka með sér.

Hjá Al Arabi hefur Bjarki ásamt öðrum leikgreinanda séð um að leikgreina æfingar og leiki.

„Eru þeir tveir öðrum til eftirbreytni og hafa fengið hrós fyrir vinnuna. Bjarki er alveg magnaður. Ég segi það við alla að ef ég verð rekinn á morgun þá munu þeir vilja halda Bjarka. Hann hefur vakið það mikla athygli. Ég gat ekki verið heppnari með fólk í kringum mig," segir Heimir.

Í kringum landsleikina tvo gegn Albaníu og Tyrklandi var Bjarki að vinna á Laugardalsvelli sem vallarstarfsmaður.

Sjá einnig:
Markvarðaþjálfari Heimis á förum - Gummi Hreiðars inn?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner