Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. júní 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Samningi Gunnars við Þrótt hefur verið rift
Gunnar er fyrrum leikmaður Hauka.
Gunnar er fyrrum leikmaður Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gunnar Gunnarsson er ekki lengur leikmaður Þróttar en hann kom til félagsins í vetur þegar Gunnlaugur Jónsson var þjálfari liðsins.

Hann var svo ekki í myndinni hjá Þórhalli Siggeirssyni sem tók við af Gunnlaugi og var skilinn eftir utan hóps.

Gunnar og félagið áttu í deilum en leikmanninum var meinað að æfa með liðinu og var ósáttur við þá framkomu. En nú er komið lausn í málið.

Gunnar er 25 ára gamall varnarmaður sem kom frá Haukum í vetur. Hann lék 21 leik með Haukum á síðasta tímabili í deild og bikar.

Yfirlýsing Þróttar:
Knattspyrnudeild Þróttar og Gunnar Gunnarsson hafa náð samkomulagi um riftun samnings aðila á milli.

Með undirritun samkomulagsins er Gunnari frjálst að eiga í viðræðum við önnur félög með félagaskipti í huga þegar nýtt félagaskiptatímabil opnar þann 1 júlí n.k.

Gunnari er þakkað sitt framlag til Þróttar og er honum óskað góðs gengis á nýjum vettvangi um ókomna tíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner