Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. júní 2021 07:15
Brynjar Ingi Erluson
Copa America: Aukaspyrnumark Messi ekki nóg gegn Síle
Lionel Messi fékk ekki sigur í fyrsta leik
Lionel Messi fékk ekki sigur í fyrsta leik
Mynd: EPA
Argentína byrjaði ekki Suður-Ameríkubikarinn eins og liðið hafði vonast eftir en það gerði 1-1 jafntefli gegn Síle í fyrsta leik. Paragvæ vann á meðan Bólivíu 3-1.

Lionel Messi hefur aldrei unnið stóran titil með Argentínu en hann á ekki mörg ár eftir með landsliðinu áður en hann leggur landsliðsskóna á hilluna.

Hann sá til þess að argentínska liðið tæki forystu á 33. mínútu með fallegu marki úr aukaspyrnu. Síle kom þó til baka í þeim síðari.

Síle fékk vítaspyrnu á 56. mínútu. Arturo VIdal steig á punktinn en Emiliano Martinez varði í slá og út í teiginn en þar var Eduardo Vargas mættur til að stanga boltann í netið. Lokatölur 1-1.

Í sama riðli vann Paragvæ lið Bólivíu, 3-1. Angel Romero skoraði tvö fyrir Paragvæ. Liðið lenti undir á 10. mínútu en það sem breytti öllu var rauð spjaldið sem Jaume Cuellar fékk undir lok fyrri hálfleiks.

Ellefu menn Paragvæ gengu á lagið í þeim síðari með tveimur mörkum frá Angel Romero og einu frá nafna hans Alejandro Romero.

Paragvæ 3 - 1 Bólivía
0-1 Erwin Saavedra ('10 , víti)
1-1 Alejandro Romero Gamarra ('62 )
2-1 Angel Romero ('65 )
3-1 Angel Romero ('80 )
Rautt spjald: Jaume Cuellar, Bolivía ('45)

Argentína 1 - 1 Síle
1-0 Lionel Messi ('33 )
1-0 Arturo Vidal ('56, misnotað víti )
1-1 Eduardo Vargas ('57 )
Athugasemdir
banner
banner