banner
   þri 15. júní 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
EM í dag - Ronaldo í Búdapest og stórleikur í München
Kylian Mbappe og Olivier Giroud þurfa að vinna saman ef Frakkland á að ná einhverjum árangri
Kylian Mbappe og Olivier Giroud þurfa að vinna saman ef Frakkland á að ná einhverjum árangri
Mynd: EPA
Það eru hörkuleikir í fyrstu umferð F-riðils Evrópumótsins en Portúgal heimsækir Ungverjaland í Búdapest á meðan Frakkland og Þýskaland eigast við í München.

Portúgalska liðið er vel stemmt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi en Joao Cancelo er sá eini sem missir af leiknum en búist er við því að Cristiano Ronaldo, Diogo Jota og Bernardo Silva leiði sóknarlínuna með Bruno Fernandes fyrir aftan þá.

Nelson Semedo kemur að öllum líkindum inn í liðið í stað Cancelo.

Í seinni leiknum sem hefst klukkan 19:00 mætast Frakkland og Þýskaland. Þetta er stærsti leikur mótsins til þessa. Bæði lið eru með gæðaleikmenn í öllum stöðum.

Leikir dagsins:
16:00 Ungverjaland - Portúgal
19:00 Frakkland - Þýskaland
Athugasemdir
banner
banner
banner