Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 15. júní 2022 14:41
Elvar Geir Magnússon
Forest búið að semja við Man Utd og Henderson
Henderson er að fara til Forest.
Henderson er að fara til Forest.
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því að nýliðar Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni séu búnir að ná samkomulagi við Manchester United um að fá markvörðinn Dean Henderson.

Þá er Forest einnig búið að gera samkomulag við Henderson um kaup og kjör en hann mun fara á lánssamningi en Forest er með möguleika á að kaupa hann síðar á 20 milljónir punda.

Aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum.

Forest var fljótt að bregðast við þegar markvörðurinn Brice Samba tilkynnti að hann vildi fara en hann mun líklega ganga í raðir Lens í Frakklandi.

Forest var með James Garner á láni frá United í sumar en félagið getur ekki fengið hann aftur á lánssamningi þar sem reglur kveða á um að þú megir aðeins hafa einn leikmann á láni frá stöku félagi.

Henderson hefur verið varamarkvörður fyrir David de Gea og lék aðeins þrjá leiki á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner