Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. júní 2022 13:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
La Liga kvartar undan Man City og PSG
Mbappe skrifaði undir nýjan samning í síðasta mánuði
Mbappe skrifaði undir nýjan samning í síðasta mánuði
Mynd: EPA
La Liga, efsta deild á Spáni, hefur sent inn formlega kvörtun til UEFA þar sem deildin er ósátt við PSG og Manchester City. La Liga er á því að félögin hafi brotið FFP (Financial Fair Play) reglur.

Javier Tebas, forseti La Liga, sendi inn kvörtunina og hefur kallað félögin ríkisfélög. Tebas kvartaði fyrst undan PSG eftir að félagið gerði nýjan risasamning við Kylian Mbappe.

Í kjölfarið keypti City svo Erling Braut Haaland á ríflega 50 milljónir punda frá Dortmund. Real Madrid hafði áhuga á báðum leikmönnum.

„La Liga er á því að óregluleg fjármögnun þessara félaga fari fram, annað hvot með beinni innspýtingu peninga eða með styrktaraðilum og öðrum samningum sem eru ekki í samræmi við markaðsaðstæður eða eru efnahagslega skynsamlegar," segir í kvörtun La Liga.

„La Liga telur að þesar aðferðir breyti vistkerfinu og sjálfbærni fótboltans, skaði öll félög í Evrópu og deildir."

Peningurinn sem þessi félög nýta er ekki inn í fótboltahagkerfinu og það sé skaðlegt fyrir fótboltann.

Smelltu hér til að lesa grein BBC um málið
Athugasemdir
banner
banner
banner