Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 15. júní 2022 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Nóg af umdeildum atvikum í Vesturbæ - „Hann hefði staðið þetta af sér í miðbæ Reykjavíkur"
Gísli Laxdal virtist slá til Kennie Chopart í aðdraganda fyrsta marksins
Gísli Laxdal virtist slá til Kennie Chopart í aðdraganda fyrsta marksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa átt sér stað nóg af umdeildum atvikum í leik KR og ÍA á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld en Helgi Mikael Jónasson er á flautunni.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Mark ÍA var sérstaklega vafasamt. Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna, átti langa sendingu fram og tók Kennie Chopart við boltanum en missti hann upp í loftið.

Gísli Laxdal Unnarsson kom sér í baráttuna og virtist slá til danska leikmannsins sem féll til jarðar. Gísli hélt áfram og lagði svo boltann skemmtilega vinstra megin inn í teiginn á Steinar Þorsteinsson sem lagði hann fyrir markið á Eyþór Wöhler sem skoraði.

Það var rætt það hvort KR hefði átt að fá aukaspyrnu er Gísli virtist slá til Kennie en þá var það einnig rætt hvort Eyþór hafi verið rangstæður þegar Steinar lagði boltann fyrir markið.

„Hann hefði staðið þetta af sér í miðbæ Reykjavíkur," sagði Þorkell Máni Pétursson í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

Helgi Mikael sleppti því einnig að dæma er Kristinn Jónsson hamraði Steinar niður í teignum. Steinar var að hlaupa úr teignum, potaði í hann áður en Kristinn þrumaði hann niður.

Stuttu síðar féll svo Atli Sigurjónsson í teignum eftir að Oliver Stefánsson fleygði sér í tæklingu. Atli missti jafnvægið og datt í grasið en Helgi Mikael sá ekkert athugavert við þetta.

Staðan er núna 2-1 fyrir KR. Atli Sigurjónsson var að taka forystuna fyrir heimamenn.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner