
Það fóru tveir leikir fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Vestri tók á móti KH á sama tíma og Einherji fékk Fjölni í heimsókn.
Reykjavíkurliðin héldu því í langt ferðalag til að mæta til leiks í dag og borgaði ferðalagið sig fyrir KH, sem tókst að skora fjögur mörk á Ísafirði.
Ágústa María Valtýsdóttir skoraði tvennu í fyrri hálfleik áður en Mimi Eiden minnkaði muninn fyrir Vestra og var staðan 1-2 í leikhlé.
Ása Kristín Tryggvadóttir tvöfaldaði forystu KH á nýjan leik í síðari hálfleik en Mimi Eiden minnkaði muninn aftur niður í eitt mark.
Tvennan frá Mimi dugði þó ekki til, þar sem Arna Ósk Arnarsdóttir innsiglaði sigur KH með marki á 77. mínútu og urðu lokatölur 2-4.
Staðan var þá markalaus á Vopnafirði, allt þar til á 88. mínútu leiksins þegar Borghildur Arnarsdóttir setti boltann í netið.
Borghildur tryggði Einherja þannig dýrmætan og nokkuð dramatískan sigur á heimavelli.
KH deilir öðru til fjórða sæti deildarinnar eftir sinn sigur, þar sem liðið er með 13 stig eftir 6 umferðir. Einherji er í sjötta sæti með 10 stig.
Fjölnir á aðeins sex stig og situr Vestri eftir með eitt stig.
Vestri 2 - 4 KH
0-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('9 , Mark úr víti)
0-2 Ágústa María Valtýsdóttir ('17 )
1-2 Mimi Eiden ('25 )
1-3 Ása Kristín Tryggvadóttir ('62 )
2-3 Mimi Eiden ('72 )
2-4 Arna Ósk Arnarsdóttir ('77 )
Einherji 1 - 0 Fjölnir
1-0 Borghildur Arnarsdóttir ('88 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir