Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ágúst Eðvald gerði sigurmarkið - Oskar Tor lagði upp
Mynd: AB
Mynd: Varbergs
Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliði AB sem lagði Middelfart að velli í þriðju efstu deild danska boltans í dag.

Ágúst Eðvald skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu og lýkur AB keppni í 5. sæti deildarinnar, með 40 stig eftir 32 leiki.

Þá fóru einnig leikir fram í sænska boltanum, þar sem Oskar Tor Sverrisson lagði upp sigurmark Varberg á útivelli gegn Utsikten.

Þetta var afar dýrmætur sigur fyrir Varberg sem hefur farið illa af stað í næstefstu deild, en liðið er með 12 stig eftir 12 umferðir. Heimamenn í Utsikten voru sterkari aðilinn í dag en David Olsson átti stórleik á milli stanga gestanna.

Lærisveinar Srdjan Tufegdzic í liði Skovde AIK töpuðu þá heimaleik gegn Degerfors. Stefan Alexander Ljubicic lék allan leikinn í tapliði Skovde.

Skovde er í áttunda sæti með 15 stig eftir tapið, en Degerfors er í öðru sæti.

Middelfart 0 - 1 AB
0-1 Ágúst Eðvald Hlynsson ('55)

Skovde AIK 0 - 2 Degerfors

Utsikten 0 - 1 Varberg

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner