Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   lau 15. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lallana kominn aftur heim (Staðfest)
Mynd: Southampton

Adam Lallana hefur skrifað undir samning við Southampton. Hann gerir eins árs samning við félagið.


Þessi 36 ára gamli miðjumaður er kominn aftur heim en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann spilaði með aðalliði félagsins frá 2006-2014 áður en hann gekk til liðs við Liverpool. Hann lék á sínum tíma 265 leiki fyrir Southampton.

Hann gekk til liðs við Brighton árið 2020 en yfirgaf félagið þegar samning hans rann út í sumar.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Southampton fær til sín í sumar en liðið mun leika í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið sér sæti eftir sigur á Leeds í umspilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner