Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
   lau 15. júní 2024 23:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spalletti: Þurfum að nýta færin betur ef við viljum komast langt
Mynd: EPA
Luciano Spalletti, landsliðsþjálfari ríkjandi Evrópumeistara Ítalíu, svaraði spurningum eftir 2-1 sigur gegn Albaníu í fyrstu umferð EM í Þýskalandi.

Albanar tóku forystuna eftir 23 sekúndur en Ítalir voru fljótir að vinna sig aftur inn í leikinn og tóku forystuna á 16. mínútu. Spalletti telur sína menn þó eiga enn eftir að bæta sig á ýmsum sviðum.

„Við lentum undir eftir að hafa slökkt á okkur. Okkur var refsað en ég er mjög ánægður með viðbrögðin. Strákarnir héldu áfram að spila sinn leik eftir að hafa lent undir og það skilaði sér," sagði Spalletti.

„Við vorum talsvert betra liðið í dag og áttum að vinna stærra. Ef við viljum komast langt í þessari keppni þá þurfum við að nýta færin okkar mun betur. Við þurfum að vera grimmari fyrir framan markið. Við vorum mjög góðir og snyrtilegir í að byggja upp sóknirnar en okkur vantaði grimmd fyrir framan markið. Við verðum að bæta okkur á ýmsum sviðum fyrir næsta leik."

Ítalía mætir sterku liði Spánverja í næsta leik, en þessi lið hafa oft áður mæst á stórmótum.

„Næsti leikur verður góður slagur. Spánverjar sýndu það í dag og þeir hafa sýnt í fortíðinni hversu frábært landslið þeir eru með."
Athugasemdir
banner
banner
banner