Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 15. júlí 2019 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Fabian Delph í Everton (Staðfest)
Fabian Delph við undirskrift
Fabian Delph við undirskrift
Mynd: Heimasíða Everton
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er búið að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Fabian Delph en hann kemur frá Manchester City.

Delph, sem er 29 ára gamall, kom til Manchester City frá Aston Villa árið 2015 en hann spilaði 89 leiki og skoraði 5 mörk fyrir félagið.

Hann er nú genginn í raðir Everton en hann gerir þriggja ára samning og er kaupverðið 8 milljónir punda.

Delph er mættur til Sviss þar sem Everton æfir næstu daga en hann á 20 landsleiki fyrir enska landsliðið.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Everton fær í sumar en þeir André Gomes og Jonas Lössl sömdu við félagið á dögunum.



Athugasemdir
banner
banner
banner