Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. júlí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar 5. október (Staðfest)
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta að sumarglugginn á Englandi verði opin 27. júlí til 5. október í þetta skipti vegna kórónuveirunnar.

Stefnt er á að hefja nýtt tímabil í Englandi í lok ágúst eða 12. september eftir landsleikjahlé.

Félagaskiptaglugginn lokar ekki fyrir tímabilið líkt og undanfarin tvö ár en ensk félög eru nú komin aftur í takt við aðrar stærstu deildir Evrópu.

Félög þurfa að skila leikmannalistum fyrir Meistara og Evrópudeildina þann 6. október og því mun glugginn loka 5. október á Englandi og í mörgum öðrum stórum deildum.

Eftir að glugginn lokar á Englandi verður sérstakur gluggi opin í tvær vikur í viðbót, til 18. október, þar sem félög í úrvalsdeildinni geta áfram lánað leikmenn í neðri deildirnar.
Athugasemdir
banner
banner