Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 15. júlí 2020 19:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Öll Íslendingaliðin unnu - Svava Rós skoraði
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði annað mark Kristianstad í kvöld.
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði annað mark Kristianstad í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvenna-Allsvenskan:
Fjögur Íslendingalið í sænsku Damallsvenskan voru í eldlínunni í dag, öll Íslendingaliðin unnu sína leiki.

Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Djurgarden sem sigraði Vittsjo, 2-1, á heimavelli. Guðrún lék allan leikinn í vörn Djurgarden. Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með liði Kristianstad sem vann endurkomusigur, 2-3, gegn Eskilstuna á útivelli. Svava skoraði annað mark Kristianstad og jafnaði leikinn í 2-2. Sigurmarkið kom svo á 83. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn í 3-0 heimasigri Uppsala á Umea. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Rakel spilar allan leikinn. Í lokaleiknum sigraði Rosengard gegn Vaxjo, 0-3, á útivelli. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Rosengard.

Rosengard er í 3. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir með níu stig, Uppsala er í 5. sæti með sjö stig, Djurgarden er í 8. sæti með fjögur stig líkt og Kristianstad sem er með verri markatölu.

Karla-Allsvenskan:
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikamannahópi AIK sem sigraði Sirius, 1-0, á heimavelli. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Kolbeinn er ekki í hópnum. AIK er í 6. sæti þegar 8. umferðin er ókláruð með ellefu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner