Klukkan 19:15 í kvöld hefst leikur Fylkis og ÍA. Fylkisliðið er á botni deildarinnar með 8 stig en Skagaliðið er í 4. sæti með 23 stig og er heitasta lið deildarinnar. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 0 ÍA
Fylkir tapaði 4-0 á Hlíðarenda gegn Valsmönnum í seinustu umferð en Rúnar Páll, þjálfari liðsins, gerir þrjár breytingar á Fylkisliðinu frá þeim leik. Sigurbergur Áki Jörundsson, Guðmundur Tyrfingsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson koma inn í liðið fyrir þá Ásgeir Eyþórsson, Þóroddur Víkingsson og Benedikt Daríus Garðarsson.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA gerir eina breytingu á sínu liði frá seinasta leik Skagamanna sem þeir unnu sannfærandi 8-0 gegn HK. Hlynur Sævar Jónsson kemur inn í liðið fyrir Hilmar Elís Hilmarsson.
Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
22. Ómar Björn Stefánsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason
Athugasemdir