Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
De la Fuente: Rodri verður að vinna Gullboltann
Mynd: EPA
Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánverja, var himinlifandi eftir sigur á Evrópumótinu.

Hann var hress á fréttamannafundi eftir sigurinn og tók að tala um miðjumanninn Rodri, sem meiddist í úrslitaleiknum gegn Englandi.

„Rodri verður að vinna Gullboltann. Þið verðið að gefa honum þessi verðlaun. Hann er einfaldlega besti fótboltamaður heims," sagði De la Fuente meðal annars.

Rodri er 28 ára gamall og er algjör lykilmaður í ógnarsterku liði Manchester City, þar sem hann hefur unnið fjölda einstaklingsverðlauna auk þess að sigra hina ýmsu titla með félaginu.

Hann á 56 landsleiki að baki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner