Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   mán 15. júlí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerir Harry Kane?
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Lineker, fyrrum sóknarmaður Englands, telur að Harry Kane muni hugsanlega hætta að spila með enska landsliðinu fljótlega.

Kane, sem er fyrirliði Englands, átti mjög dapurt Evrópumót þrátt fyrir að hafa skorað þrjú mörk. Enska liðið virtist tikka betur án hans en hann var tekinn af velli eftir klukkutíma leik í úrslitaleikum gegn Spáni í gær.

Kane átti gott tímabil með Bayern München en Lineker telur að fyrirliðinn hafi ekki verið líkur sjálfum sér á Evrópumótinu.

„Hvað gerir Harry Kane? Hann var ekki líkur sjálfum sér á mótinu," sagði Lineker í hlaðvarpi sínu.

„Hann er kominn á fertugsaldur. Þegar ég var orðinn 30, 31 árs þá fóru fæturnir mínir að bregðast mér. Ég hætti að spila með landsliðinu þegar ég var 32 ára. Þegar ég var 31 árs, þá voru fæturnir að bregðast mér. Það var hræðilegt."

Lineker bar þá saman Evrópumótið 1992, sem var hans síðasta stórmót, og þetta mót fyrir Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner