Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Akureyri.net 
Rodri fór úr axlarlið og verður frá næstu vikurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski miðjumaðurinn Rodri fór úr axlarlið í leik KA gegn Vestra í gær. Rodri var að brjóta af sér etftir tæplega 40 mínútna leik þegar hann fór úr lið. Hann uppskar gult spjald og fór af velli vegnam meiðslanna.

Akureyri.net fjallað í dag um að Rodri hefði farið úr axlarlið og er ljóst að hann verður frá næstu vikurnar.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 KA

Sama hvað þá hefði Rodri alltaf verið í banni í næsta leik þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í gær sem þýðir leikbann.

Daníel Hafsteinsson verður sömuleiðis í banni en hann fékk í gær sitt sjöunda gula spjald í Bestu dieldinni og Bjarni Aðalsteinsson verður líka í banni en hann fékk sitt fjórða gula spjald í gær. Alls fékk KA átta gul spjöld í leiknum.

Rodri er 35 ára og er hann á sínu fimmta tímabili hjá KA. Áður hafði hann leikið með Grindavík og Sindra á Íslandi.

KA hefur fengið tíu stig úr síðustu fjórum leikjum og er komið upp í 8. sæti Bestu deildarinnar eftir að hafa verið í botnsætinu fyrir innan við mánuði síðan. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Víkingi á laugardag.
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner