Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, var svekktur eftir tap liðsins gegn Leikni í Breiðholtinu í dag. Leiknir vann leikinn 2-1.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 KA
„Við vorum klaufar í fyrri hálfleik en komum frábærlega inn í seinni hálfleik. Við spiluðum reglulega vel í seinni hálfleik en smá mistök og mjög óhagstæðir dómar settu okkur út af laginu," sagði Bjarni sem á rétt á að vera pirraður þar sem löglegt mark í stöðunni 1-0 fyrir Leikni var tekið af gestunum.
„Ég á rétt á því. Ég gagnrýndi þennan dómara í sumar og kannski fékk ég það í bakið hérna. Það voru ýmsir hlutir í dómgæslunni sem féllu ekki með okkur. Ég á rétt á því að vera svekktur."
Bjarni var einnig ósáttur við að Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleiknum heldur spjaldað leikmann hans.
Von KA um að fara upp er orðin veik eftir þessi úrslit.
„Við höldum áfram og reynum að klára þetta mót eins og menn og bæta okkar leik. Svo sjáum við hverju það skilar."
Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir