Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 15. ágúst 2020 17:05
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Þurfum að halda áfram
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Vestri mættust í 11.umferð Lengjudeildar karla á Fagverksvellinum að Varmá í dag og endaði leikurinn með bragðdaufu jafntefli en ekkert mark var skorað.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekkktur að leikslokum

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Svekktur, hefðum vilja vinna þennan leik. Fengum færi þarna í lokinn til að klára þetta, fleiri en eitt. Við settum góða pressu á þá undir lokin, en þetta hafðist ekki í dag. Þetta var kannski ekkert skemmtilegasti leikur að horfa á, lítið af færum framan að en svona í lokin náum við að setja á þá, og það hefði verið sætt að ná markinu í lokin, en því miður gékk það ekki í dag."

Hafði Covid pásan einhver áhrif á leikinn í dag?

„Maður vill segja nei, en ég held að hún hafi gert það að einhverju leiti, misstum aðeins taktinn, 3 vikur síðan við spiluðum síðast og það vantaði kannski aðeins kraftinn en það kom þegar leið á leikinn, mér fannst við vinna okkur inn í leikinn meira og meira þannig ég held að það hafi bara verið smá rið í byrjun en svo kom þetta allt saman og það er ekkert hægt að afsaka sig með því. Við þurfum bara halda áfram, næsti leikur og það er ÍBV í Vestmannaeyjum á Miðvikudaginn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Magnús er spurður út í stöðuna á Hafliða og Jason Daða, en þeir byrjuðu báðir á bekknum í dag.
Athugasemdir
banner
banner