Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
   mán 15. ágúst 2022 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já og nei einhvern veginn. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við komum í seinni hálfleik og skoruðum mark og gátum skorað annað. Svekkjandi eftir leik finnst mér," sagði Danijel Djuric markaskorari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur var miklu meira spil og við vorum í gangi. Fyrri hálfleikur var mikið stopp sem var leiðinlegt því við viljum spila fótbolta, við í Víking viljum spila fótbolta og í seinni hálfleik þá spiluðum við meiri fótbolta og vorum betri fannst mér."

„Fyrri hálfleikurinn var þeirra en seinni hálfleikur var okkar. Við erum að pressa á þá. Við vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann," sagði Danijel, en hann er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Auðvitað eru allir fótboltaleikir úrslitaleikir fyrir okkur þannig það var ekki einhver extra pressa, þetta var bara fótboltaleikur og við áttum að vinna hann," sagði Danijel aðspurður hvort að liðið hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner