Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd tilbúið að selja James Garner
Mynd: EPA
Manchester United er tilbúið að selja miðjumanninn James Garner frá sér ef rétta tilboðið kemur í leikmanninn. Talið er að United vilji fá á bilinu 15-20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Garner er 21 árs og var síðasta tímabil á láni hjá Nottingham Forest. Hann kom við sögu í 44 leikjum og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni.

Garner er U21 landsliðsmaður Englands og hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjunum í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann sagði í viðtali í síðasta mánuði að hann væri opinn fyrir því að fara á láni frá United til þess að fá reglulega að spila.

Forest hefur áhuga á því að fá Garner aftur í sínar raðir og eftir 1-0 sigur gegn West Ham í gær sagði Steve Cooper, stjóri Forest, að það myndu fleiri leikmenn ganga í raðir félagsins fyrir gluggalok. Þegar hafa fimmtán leikmenn gengið í raðir félagsins í sumar.

Tottenham hefur einnig verið orðað við Garner.

United er í leit að styrkingu inn á miðsvæðið og hefur verið orðað við Adrien Rabiot og Frenkie de Jong að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner