Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 12:28
Elvar Geir Magnússon
Calvert-Lewin til Leeds (Staðfest)
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin verður formlega orðinn leikmaður Leeds United í dag en Daniel Farke, stjóri Leeds, staðfesti þetta á fréttamannafundi rétt í þessu.

Greint var frá því í vikunni að Calvert-Lewin væri á leið í læknisskoðun hjá Leeds og nú er allt frágengið.

„Hann mun styrkja okkur. Við erum allir hæstánægðir með að hann muni klæðast treyju Leeds," segir Farke.

Þessi 28 ára leikmaður yfirgaf Everton í sumar, þegar samningur hans rann út. Leeds vann Championship-deildina á síðasta tímabili og er komið aftur meðal þeirra bestu.

Calvert-Lewin er öflugur framherji en hann er mjög meiðslagjarn og var frekar kaldur á síðasta tímabili. Hann var níu ár hjá Everton og skoraði 71 mark í 274 leikjum.

Farke og lærisveinar í Leeds hefja leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner