Það er orðið ljóst – Dr. Football og Kia á Íslandi halda farsælu samstarfi áfram. Hlaðvarpið, sem var stofnað árið 2018, hefur verið í samstarfi við Kia síðan 2021.
Nú hefur verið staðfest að samstarfið heldur áfram.
Nú hefur verið staðfest að samstarfið heldur áfram.
Ýmsir voru orðaðir við Dr. Football á undanförnum vikum, en að lokum varð Kia fyrir valinu.
Kia er með flesta selda bíla á Íslandi það sem af er ári 2025 og Dr. Football er mest spilaða podcast landsins. Báðir aðilar á toppnum í sínum deildum.
„Dr. Football siglir inn í nýja tíma og nýir tímar kalla á Kiu upp á tíu“. Sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football. „Við erum í skýjunum með að halda Kia í Dr. Football liðinu. Þetta er samstarf sem hefur gengið frábærlega og passar eins og
sérsaumuð jakkaföt.“
Kristmann Dagsson, sölustjóri Kia á Íslandi, tekur í sama streng: „Við höfum haft mikla trú á Dr. Football frá fyrsta degi og það hefur sannast að þetta er samstarf sem nær til fólks. Fyrir okkur var þetta aldrei spurning.“
Framlengingin var opinberuð í morgun með myndbandi á miðlum Dr. Football. Sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir