Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: Sverrir Ingi og Logi mætast - Gummi Tóta fer til Slóveníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Noah frá Armeníu spilar í umspili um sæti í deildakeppni Sambandsdeildarinnar eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar.

Guðmundur Þórarinsson kom inn á í framlengingunni og skoraði úr fjórðu vítaspyrnu Noah en það dugði ekki til. Noah mætir Olimpija Lublijana frá Slóveníu í úrslitaeinvígi um sæti í deildakeppni Sambandsdeildarinnar.

Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á bekknum þegar Panathinaikos frá Grikklandi vann Shakhtar Donetsk frá Úkraínu eftir vítaspyrnukeppni í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Það verður Íslendingaslagur í úrslitaeinvíginu fyrir deildakeppnina því Panathinaikos mætir Samsunspor frá Tyrklandi. Logi Tómasson er leikmaður Samsunspor.

Kolbeinn Finnsson sat á bekknum þegar Utrecht frá Hollandi vann Servette frá Sviss 2-1, samanlagt 5-2. Utrecht mætir Zrinjski sem lagði Breiðablik í kvöld, um sæti í deildakeppni Evrópudeildarinnar.

Brann frá Noregi sló sænska liðið Hacken úr leik fyrr í kvöld 2-1 samanlagt en liðið tapaði í 1-0 kvöld. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru leikmenn liðsins og Freyr Alexandersson þjálfari liðsins. Brann mætir AEK Larnaca frá Kýpur í einvígi um sæti í Evrópudeildinni.

FCSB frá Rúmeníu vann Drita frá Kósovó í kvöld og mætir Aberdeen frá Skotlandi í einvígi um sæti í Evrópudeildinni. Kjartan Már Kjartansson er leikmaður Aberdeen.

Polissya Zhytomyr frá Úkraínu vann Paks frá Ungverjalandi samanlagt 4-2 í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið mætir Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í einvígi um sæti í deildakeppninni.

Allar viðureignirnar eru spilaðar 21. og 28. ágúst.
Athugasemdir
banner