
Tindastóll 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('42 )
1-1 María Dögg Jóhannesdóttir ('90 )
Rautt spjald: Mist Funadóttir , Þróttur R. ('83)
Lestu um leikinn
0-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('42 )
1-1 María Dögg Jóhannesdóttir ('90 )
Rautt spjald: Mist Funadóttir , Þróttur R. ('83)
Lestu um leikinn
Það var dramatík á Sauðárkróki þar sem Tindastóll fékk Þrótt í heimsókn í síðasta leik 13. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld.
Heimakonur ógnuðu í byrjun leiks en Þróttarar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Unnur Dóra Bergsdóttir skoraði með skalla.
Kayla Marie Rollins var nálægt því að bæta við öðru marki stuttu síðar en Genevieve Crenshaw varði frábærlega frá henni.
Tindastóll var manni fleiri síðustu mínúturnar þar sem Mist Funadóttir fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.
Það var dramatík í lokin því María Dögg Jóhannesdóttir jafnaði metin fyrir Tindastól eftir fyrirgjöf frá Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur á lokamínútunni í venjulegum leiktíma.
Tindastóll sótti hart að marki Þróttar í uppbótatímanum en fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli því niðurstaðan.
Tindastóll er áfram í 8. sæti með 14 stig, stigi á eftir Fram og Stjörnunni. Þróttur er áfram í 3. sæti með 29 stig, tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 14 | 12 | 1 | 1 | 56 - 11 | +45 | 37 |
2. FH | 13 | 10 | 1 | 2 | 33 - 15 | +18 | 31 |
3. Þróttur R. | 13 | 9 | 2 | 2 | 27 - 13 | +14 | 29 |
4. Valur | 14 | 6 | 3 | 5 | 20 - 21 | -1 | 21 |
5. Þór/KA | 13 | 6 | 0 | 7 | 23 - 25 | -2 | 18 |
6. Stjarnan | 13 | 5 | 0 | 8 | 17 - 28 | -11 | 15 |
7. Fram | 13 | 5 | 0 | 8 | 18 - 33 | -15 | 15 |
8. Tindastóll | 13 | 4 | 2 | 7 | 18 - 24 | -6 | 14 |
9. Víkingur R. | 13 | 3 | 1 | 9 | 21 - 33 | -12 | 10 |
10. FHL | 13 | 1 | 0 | 12 | 8 - 38 | -30 | 3 |
Athugasemdir