Heimild: Tipsbladet
Clement Bischoff, leikmaður Bröndby, setti sína menn í ansi erfiða stöðu þegar hann fékk rautt spjald fyrir að traðka á Tarik Ibrahimagic í sigrinum gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Þrátt fyrir að vera manni færri náði Bröndby að snúa einvíginu við. Liðið tapaði 3-0 á Víkingsvelli en tókst að vinna 4-0 í kvöld og er komið áfram í umspil um sæti í deildakeppninni.
Þrátt fyrir að vera manni færri náði Bröndby að snúa einvíginu við. Liðið tapaði 3-0 á Víkingsvelli en tókst að vinna 4-0 í kvöld og er komið áfram í umspil um sæti í deildakeppninni.
Lestu um leikinn: Bröndby 4 - 0 Víkingur R.
Tarik ræddi við danska miðilinn Tipsbladet um atvikið.
„Ég tækla Clement og svo ætlar hann að taka aukaspyrnu og sparkar í magann á mér viljandi. Ég veit að þetta var viljandi því hann var áður búinn að reyna að gefa mér olnbogaskot. Þetta var klárlega viljandi svo hann átti skilið vera rekinn af velli. Í kjölfarið var leikurinn lélegur að okkar hálfu," sagði Tarik.
„Ég komst svolítið inn í hausinn á honum, vann einvígi og fagnaði. Þá verður hann svekktur og bregst svona við. Ég get ekkert að þessu gert, svona er fótboltinn."
Athugasemdir