Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 14:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Gummi Magg í Breiðablik - Hver er pælingin?
Fyrirliði Fram fór í Breiðabik.
Fyrirliði Fram fór í Breiðabik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður á láni hjá Breiðabliki út tímabilið.
Verður á láni hjá Breiðabliki út tímabilið.
Mynd: Breiðablik
Skoraði 17 mörk í Bestu deildinni 2022.
Skoraði 17 mörk í Bestu deildinni 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Fram á lokadegi félagaskiptagluggans. Gummi, sem er 34 ára framherji, var í hlutverki fyrirliða hjá Fram en hlutverkið hans innan vallar var ekki stórt. Hann hefur einungis byrjað þrjá leiki á tímabilinu og einungis skorað tvö mörk. Þau tvö mörk komu í frábærum endurkomu sigri gegn einmitt Breiðabliki þar sem Gummi kom inn á sem varamaður.

En af hverju eru Íslandsmeistararnir að sækja Gumma?

Fremstu mennirnir kaldir
Fyrir ekki svo löngu síðan vakti Halldór Árnason athygli á því að Tobias hefur verið á stöðugu tímabili frá því í september í fyrra. Hann spilaði í Portúgal í vetur og kom svo til Breiðabliks. Tobias byrjaði mjög vel hjá Blikum en í síðustu tólf leikjum hefur hann einungis skorað eitt mark í tólf leikjum. Það kom eftir að hann fylgdi á klúðruðu víti gegn Zrinjski í Bosníu. Hann hefur byrjað tvo af þessum tólf leikjum á bekknum. Blikum vantar mörk.

Kristófer Ingi Kristinsson, sem hefur leyst stöðu fremsta manns, hefur ekki skorað frá því að hann kom inn á og pakkaði Stjörnunni saman í Garðabæ með þrennu. Sá leikur var 27. júní.

Það var enginn augljós kostur í stöðu fremsta manns hjá Blikum. Búið var að lána Gabríel Aron Sævarsson til ÍR, hann er efnilegur framherji sem Blikar hafa ekki metið tilbúinn á þessum tímapunkti - gæti verið í hlutverki í framtíðinni - enda átti hann ekki að koma fyrr en eftir tímabilið. Kristinn Steindórsson hefur í gegnum tíðina stundum spilað fremstur en ekki verið í því hlutverki á þessu tímabili.

Í markaleysi sínu hafa Blikar horft í kringum sig og séð Gumma, sem hefur sýnt að hann getur skorað í efstu deild, í takmörkuðu hlutverki og séð möguleika á því að auka við breiddina fram á við. Fyrir fram er ósennilegt að Gummi sé hugsaður sem leikmaður sem byrjar leiki, en hver veit ef hann kemur öflugur inn af bekknum og hjálpar Blikum að klára leiki. Hann er stór og stæðilegur, tilbúinn í læti inn á teignum, getur stigið menn út og unnið mikilvæga skallabolta ef það þarf að hrista upp í leikjunum, týpa sem Blikar voru ekki með.

Af hverju er Fram til í þetta?
Fram er með þá Vuk Oskar Dimitrijevic, Róbert Hauksson, Magnús Þórðarson og Jakob Byström til að leysa stöður fremstu manna í lokaleikjunum, brotthvarf Gumma opnar fyrir pláss í leikmannahópnum fyrir yngri leikmann. Félagið sparar sér krónur með því að þurfa ekki að borga Gumma laun, leikmanni sem hefur eflaust ekki verið neitt alltof kátur með það hlutverk sem hann hefur verið í á þessu tímabili. Markmið Fram úr þessu hlýtur að vera í efri hlutanum og vonast til að ná fjórða sætinu - og að það dugi til Evrópusætis.

Markmið Breiðabliks er stærra, liðið ætlar sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn og að klára næsta einvígi í Evrópu sem kæmi þeim í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Á pappírunum getur Gummi hjálpað þeim við það, hann getur hjálpað við að hvíla Tobias - og jafnvel komið að mikilvægum mörkum í leikjunum sem eftir eru. Blikar taka væntanlega yfir launapakkann út tímabilið - svo er bara spurning hversu langt það tímabil verður.

Gummi er samningsbundinn Fram út næsta tímabil.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner
banner