Heimild: Bold.dk
Frederik Birk, þjálfari Bröndby, var að vonum í skýjunum eftir ótrúlegan sigur Bröndby gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Það var mikil pressa á Bröndby sem var 3-0 undir í einvíginu eftir tap á Víkingsvelli í fyrri leiknum. Liðið kom til baka og vann 4-0 þrátt fyrir að vera manni færri frá 18. mínútu þegar Clement Bischoff fékk að líta rauða spjaldið.
Það var mikil pressa á Bröndby sem var 3-0 undir í einvíginu eftir tap á Víkingsvelli í fyrri leiknum. Liðið kom til baka og vann 4-0 þrátt fyrir að vera manni færri frá 18. mínútu þegar Clement Bischoff fékk að líta rauða spjaldið.
Lestu um leikinn: Bröndby 4 - 0 Víkingur R.
„Við þurftum að byrja frá byrjuninni eftir rauða spjaldið. Við tókum okkur saman í andlitinu í fyrri hálfleik og vorum góðir án þess að sýna einhverja takta. Við náðum inn þessu marki fyrir lok fyrri hálfleiks sem breytti öllu," sagði Birk við Disney+.
Birk hrósaði Sören Frederiksen, leikgreinanda liðsins, sem kom með góða punkta sem varð til þess að Birk gerði mikilvægar breytingar í hálfleik en þá var Bröndby aðeins með 1-0 forystu.
„Stórt hrós á leikgreinandann minn Sören Frederiksen sem vann góða vinnu. Hann sá hvaða stöður við gátum lagað fyrir seinni hálfleikinn. Við gerðum eina breytingu, settum Noah Nartey inn á fyrir Tahirovic og gerðum breytingar á því hvernig við sóttum og vörðumst," sagði Birk.
„Það skipti sköpum og við vorum sterkari þar til þeir fóru að breyta til líka en hrós á Sören fyrir hans vinnu. Földu hetjurnar eiga líka stundum smá hrós skilið."
Athugasemdir