Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 21:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Breiðablik fer til San Marinó
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik spilar úrslitaeinvígi um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir tap gegn Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Andstæðingur Breiðabliks verður Virtus frá San Marinó sem lagði Milsami frá Moldavíu í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Milsami var með 3-2 forystu eftir fyrri leikinn í Moldavíu en Virtus vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Fyrri leikur Breiðabliks og Virtus fer fram´a Kópavogsvelli 21. ágúst og seinni leikurinn í San Marinó 28. ágúst.

Halldór Árnason var spurður eftir tap Breiðabliks í kvöld um næsta einvígi. Hann bjóst við að fara til Moldavíu.

„Moldóvska deildin hefur verið mjög sterk, Sheriff hefur unnið hana mörg ár í röð og náð frábærum árangri í Evrópu. Milsami er auðvitað ríkjandi meistarar, og góðir í deild. Ég held það séu allar líkur á að Moldóvarnir fari áfram og það verður bara hörku viðureign. Þeir eru í deild sem skilar mjög sterkum liðum inn í Evrópu, þannig það verður bara erfið viðureign eins og þessi. En svo sannarlega tækifæri til að vinna þá," sagði Halldór.


Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Athugasemdir
banner
banner