Nathan Broadhead er genginn til liðs við Wrexham fyrir metfé.
Hollywood leikararnir, Ryan Reynolds og Rob McElhenny, eigendur Wrexham, eru svo sannarlega búnir að leggja mikið í félagið en Broadhead var keyptur fyrir metfé.
Hollywood leikararnir, Ryan Reynolds og Rob McElhenny, eigendur Wrexham, eru svo sannarlega búnir að leggja mikið í félagið en Broadhead var keyptur fyrir metfé.
Wrexham borgar Ipswich allt að 10 milljónir punda fyrir framherjann. 7,5 milljónir punda auk 2,5 milljónir punda í aukagreiðslur.
Broadhead er 27 ára en hann var í akademíu Wrexham en fór til Everton ungur að árum.
Wrexham leikur í Championship deildinni en félagið hefur eytt rúmlega 20 milljónum punda í leikmannakaup í sumar.
Broadhead is a Red ???? pic.twitter.com/swWJTmZHtk
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 14, 2025
Athugasemdir