Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Broadhead kominn til Wrexham fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: Wrexham
Nathan Broadhead er genginn til liðs við Wrexham fyrir metfé.

Hollywood leikararnir, Ryan Reynolds og Rob McElhenny, eigendur Wrexham, eru svo sannarlega búnir að leggja mikið í félagið en Broadhead var keyptur fyrir metfé.

Wrexham borgar Ipswich allt að 10 milljónir punda fyrir framherjann. 7,5 milljónir punda auk 2,5 milljónir punda í aukagreiðslur.

Broadhead er 27 ára en hann var í akademíu Wrexham en fór til Everton ungur að árum.

Wrexham leikur í Championship deildinni en félagið hefur eytt rúmlega 20 milljónum punda í leikmannakaup í sumar.


Athugasemdir
banner