Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Karólína Lea á skotskónum gegn Atletico Madrid
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliði Inter þegar liðið vann Atletico Madrid í undanúrslitum á æfingamóti í kvöld.

Inter náði þriggja marka forystu eftir 26 mínútna leik en Karólína skoraði þriðja mark liðsins úr vítaspyrnu.

Liðin skiptust síðan á að skora en lokatölur urðu 5-2 fyrir Inter.

Inter mætir Juventus í úrslitum mótsins þann 17. ágúst. Fyrsti leikur liðsins á tímabilinu er bikarleikur gegn Genoa þann 22. ágúst.
Athugasemdir