Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fim 14. ágúst 2025 22:19
Snæbjört Pálsdóttir
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 Dramatískt 1-1 jafntefli varð raunin þegar Tindastóll fékk Þrótt í heimsókn í síðasta leik 13. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld.

Spurður út í leikinn svaraði Ólafur Kristjánsson þjáfari Þróttar: 

„Þetta var lokaður leikur, þetta var baráttuleikur, þetta var leikur sem að við einhvern veginn út frá mínum bæjardyrum náðum aldrei tökum á. Órólegar á boltann, nýttum ekki svæði sem að við vorum búin að tala um að nýta.“

„þegar við komumst upp á síðasta þriðjung þá voru svona sendingarnar okkar inn í teiginn ekki nógu góðar þannig að ég er ekki sáttur við spilamennskuna hjá liðinu í dag, ég er ekki sáttur við einhvern veginn svona braginn sem var á liðinu hjá mér og þegar við missum mann af velli og verðum tíu að þá varð þetta einhvern veginn þannig að það sem við höfðum ráðið við 11 á 11 í scrappy leik, réðum við ekki við og Tindastóll gekk á lagið og jafnaði og það fannst mér bara vera verðskuldað.“


Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  1 Þróttur R.

Aðspurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í dag varðandi spilamennsku liðanna svaraði hann:

„Nei, ég hef séð Tindastól spila áður og höfum séð þær leggja allt í leikinn. Þetta er skipulagt lið sem berst og notar þau góðu vopn sem liðið hefur og gerðu það vel. Mitt lið, kom mér kannski á óvart já, hvað við vorum í litlum takti, við náðum einhvern veginn ekki okkar spili.

„Spiluðum of hægt í fyrri hálfleik, vorum lengi á boltanum, snérum mikið til baka og og vorum ekki með þá árásargirni, eða hugsun, fram á við sem ég vil að liðið hafi og það er eitthvað sem við þurfum að finna lausn á í sameiningu fyrir næstu leiki.

„Líka að við vinnum ekki seinni bolta, vinnum návígin illa í fyrri hálfleik, þannig að þetta var bara svona, þetta var með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár. Það kom mér á óvart að það skyldi koma núna já.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner