
Dramatískt 1-1 jafntefli varð raunin þegar Tindastóll fékk Þrótt í heimsókn í síðasta leik 13. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld.
Spurður út í leikinn svaraði Ólafur Kristjánsson þjáfari Þróttar:
„Þetta var lokaður leikur, þetta var baráttuleikur, þetta var leikur sem að við einhvern veginn út frá mínum bæjardyrum náðum aldrei tökum á. Órólegar á boltann, nýttum ekki svæði sem að við vorum búin að tala um að nýta.“
„þegar við komumst upp á síðasta þriðjung þá voru svona sendingarnar okkar inn í teiginn ekki nógu góðar þannig að ég er ekki sáttur við spilamennskuna hjá liðinu í dag, ég er ekki sáttur við einhvern veginn svona braginn sem var á liðinu hjá mér og þegar við missum mann af velli og verðum tíu að þá varð þetta einhvern veginn þannig að það sem við höfðum ráðið við 11 á 11 í scrappy leik, réðum við ekki við og Tindastóll gekk á lagið og jafnaði og það fannst mér bara vera verðskuldað.“
Lestu um leikinn: Tindastóll 1 - 1 Þróttur R.
Aðspurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í dag varðandi spilamennsku liðanna svaraði hann:
„Nei, ég hef séð Tindastól spila áður og höfum séð þær leggja allt í leikinn. Þetta er skipulagt lið sem berst og notar þau góðu vopn sem liðið hefur og gerðu það vel. Mitt lið, kom mér kannski á óvart já, hvað við vorum í litlum takti, við náðum einhvern veginn ekki okkar spili.
„Spiluðum of hægt í fyrri hálfleik, vorum lengi á boltanum, snérum mikið til baka og og vorum ekki með þá árásargirni, eða hugsun, fram á við sem ég vil að liðið hafi og það er eitthvað sem við þurfum að finna lausn á í sameiningu fyrir næstu leiki.
„Líka að við vinnum ekki seinni bolta, vinnum návígin illa í fyrri hálfleik, þannig að þetta var bara svona, þetta var með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár. Það kom mér á óvart að það skyldi koma núna já.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan