Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 10:15
Elvar Geir Magnússon
Mjög bjartsýnn á að halda Baleba - „Bara hárgreiðslan breyst“
Mynd: EPA
Manchester United vill fá kamerúnska miðjumanninn Carlos Baleba en Brighton hefur ekki áhuga á að selja þennan 21 árs miðjumann.

Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hversu bjartsýnn hann væri fyrir því að halda Baleba?

„Mjög mjög bjartsýnn, það er bara mín trú að hann verði áfram," segir Hurzeler.

„Ég sé ekki að þessi umræða hafi haft nokkur áhrif á hann. Hann hefur bara breytt um hárgreiðslu. Það er eina sem hefur breyst hjá honum síðustu tvær vikur."

„Hann virðist vera á góðum stað og nýtur þess að spila fótbolta með liðsfélögum sínum. Hann er ánægður með að vera Brighton leikmaður. Ég sé ekkert öðruvísi og hann gæti byrjað á morgun."

Brighton mætir Fulham á morgun klukkan 14 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner