Brentford hefur náð samkomulagi við Bournemouth um kaupverð á vængmanninum Dango Ouattara.
Sky Sports greinir frá því að kaupverðið sé um 42 milljónir punda. Það er metfé fyrir Brentford.
Sky Sports greinir frá því að kaupverðið sé um 42 milljónir punda. Það er metfé fyrir Brentford.
Félögin hafa verið í viðræðum undanfarna daga. Bournemouth vildi alls ekki selja leikmanninn en hann vildi fara og félagið gat því ekki annað en selt hann fyrir rétt verð.
Igor Thiago var dýrasti leikmaður í sögu Brentford en félagið keypti hann frá Club Brugge í fyrra fyrir 30 milljónir punda.
Bournemouth skoðar mögulega arftaka Ouattara en Amine Adli, leikmaður Leverkusen, er efstur á óskalista félagsins.
Athugasemdir