Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. ágúst 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ouattara á leið til Brentford fyrir metfé
Mynd: EPA
Brentford hefur náð samkomulagi við Bournemouth um kaupverð á vængmanninum Dango Ouattara.

Sky Sports greinir frá því að kaupverðið sé um 42 milljónir punda. Það er metfé fyrir Brentford.

Félögin hafa verið í viðræðum undanfarna daga. Bournemouth vildi alls ekki selja leikmanninn en hann vildi fara og félagið gat því ekki annað en selt hann fyrir rétt verð.

Igor Thiago var dýrasti leikmaður í sögu Brentford en félagið keypti hann frá Club Brugge í fyrra fyrir 30 milljónir punda.

Bournemouth skoðar mögulega arftaka Ouattara en Amine Adli, leikmaður Leverkusen, er efstur á óskalista félagsins.
Athugasemdir
banner