Í vikunni kom út bókin LAMINE YAMAL og er hún eins og nafnið bendir til um þennan spænska knattspyrnusnilling, sem er aðeins 18 ára gamall, en hefur heldur betur slegið í gegn og sett hvert metið á fætur öðru – einmitt vegna ungs aldurs og svo auðvitað einsstakra hæfileika. Hann er sannkallað undrabarn með knöttinn og leikskilningur hans er einstakur.
Í bókinni er saga Yamals rakin í máli og myndum, greint frá öllum metunum sem hann hefur slegið og verðlaununum sem hann hefur unnið til sem einstaklingur, með félagsliði sínu, Barcelona, og spænska landsliðinu.
Það er Guðjón Ingi Eiríksson sem er höfundur bókarinnar og gefur Bókaútgafan Hólar bókina út. Hún er fáanleg í öllum bókabúðum, en einnig er hægt að panta hana á netfanginu: [email protected]
Rétt er að geta þess að þetta er fyrsta bókin um Yamal og auðvitað er hún á íslensku – hvað annað!