Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nottingham Forest nær samkomulagi við Man City
Mynd: EPA
Man City hefur samþykkt 30 milljón punda tilboð Nottingham Forest í James McAtee.

Sky Sports greinir frá því að Man City getur keypt hann aftur fyrir ákveðna upphæð. Þá fær City ákveðna prósentu ef Forest selur hann aftur.

Forest er með marga leikmenn í sigtinu en félagið vill klára kaup Arnaud Kalimuendo frá Rennes, Omari Hutchinson frá Ipswich og Douglas Luiz frá Juventus ásamt McAtee.

McAtee er 22 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Man City vildi hallda honum en hann var orðinn þreyttur á mikilli bekkjarsetu.
Athugasemdir