
Valur reyndi að fá framherjann Emmu Hawkins í félagaskiptaglugganum sem var að loka en það gekk ekki eftir.
Frá þessu sagði Magnús Haukur Harðarson í Uppbótartímanum á dögunum.
Frá þessu sagði Magnús Haukur Harðarson í Uppbótartímanum á dögunum.
Hawkins spilaði með FHL í Lengjudeildinni í fyrra og skoraði þá 24 mörk í 14 leikjum. Hún endaði sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að klára ekki tímabilið.
„Hún hafnaði Val fyrr á tímabilinu. Ég kem bara með í þáttinn það sem ég hef heyrt frá tveimur aðilum," sagði Magnús Haukur.
„Þetta gerðist á síðustu 15 dögum."
Hawkins hefur að undanförnu spilað með Damaiense í Portúgal. Þorlákur Árnason, núverandi þjálfari ÍBV, er fyrrum þjálfari þess liðs.
Valur hefur átt erfitt sumar en er sem stendur í fjórða sæti Bestu deildar kvenna.
Athugasemdir