Barcelona hefur ekki enn tekist að skrá Marcus Rashford í leikmannahóp sinn þegar það styttist í að spænska úrvalsdeildin fari af stað.
Barcelona hefur leik í spænsku úrvalsdeildinni á morgun gegn Mallorca.
Barcelona hefur leik í spænsku úrvalsdeildinni á morgun gegn Mallorca.
Barcelona hefur lent í svipuðum vandræðum síðustu ár vegna fjárhagsvandræða félagsins. Spænska úrvalsdeildin er með ákveðnar fjárhagsreglur og Barcelona hefur átt erfitt með að standast þær reglur.
Barcelona vonast til að skrá Rashford í hópinn fyrir fyrsta leik og er að skoða nokkra möguleika.
Einn af þeim möguleikum er að stjórnendur Barcelona setji 7 milljónir evra inn í félagið. Á Spáni eru félög ekki með eigendur, heldur eru stjórnarmenn kosnir en þeir eru tilbúnir að setja inn pening í Barcelona til að skrá Rashford og aðra nýja leikmenn.
Marc-André ter Stegen er þá meiddur næstu mánuðina og félagið vonast til að geta skráð inn leikmann á hans kostnað.
Það er jákvæðni hjá Barcelona að félagið geti skráð Rashford í hópinn fyrir leikinn á morgun.
Athugasemdir