Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Oddur dæmir úrslitaleikinn
Gunnar Oddur Hafliðason.
Gunnar Oddur Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Oddur Hafliðason verður með flautuna þegar Breiðablik og FH eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á morgun.

Þetta var opinberað í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í gær.

Gunnar Oddur er upprennandi dómari sem fæddur er árið 1996 en þetta er í fyrsta sinn þar sem hann dæmir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar kvenna.

Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason verða aðstoðardómarar og Hreinn Magnússon verður varadómari.

Leikurinn er á morgun og hefst klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner