Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. september 2020 10:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 16. umferð - Hans besta tímabil af mörgum góðum
Steven Lennon (FH)
Steven Lennon er leikmaður umferðarinnar.
Steven Lennon er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skoski sóknarmaðurinn Steven Lennon hefur reynst FH gulls ígildi og enn og aftur átti hann stórleik á sunnudag en þá unnu Hafnfirðingar 3-1 sigur gegn Breiðabliki í Kaplakrikanum.

Lennon skoraði tvívegis í leiknum og er nú markahæstur í deildinni, er valinn í úrvalslið umferðarinnar í fjórða sinn og er auk þess leikmaður umferðarinnar hjá Fótbolta.net og Domino's.

Guðmundur Hilmarsson íþróttafréttamaður og FH-ingur benti á það á Twitter að Lennon vippaði sér upp í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn í efstu deild eftir mörkin tvö sem hann skoraði gegn Blikum.

Hann er búinn að skora 84 mörk, þremur færri en Hörður Magnússon sem er í 6. sæti. Tryggvi Guðmundsson trónir á toppnum með 131 mark, Ingi Björn Albertsson er með 126 og Atli Viðar Björnsson 113.

„Steven Lennon er að mínu mati að eiga sitt besta tímabil. Er núna búinn að skora 71 mark fyrir FH í efstu deild frá því hann kom frá Fram 2014," segir Guðmundur.

„Erum við ekki bara komin þangað að tala um Steven Lennon sem besta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi? Ekkert eðlilega góður í mörg ár," skrifaði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, á Twitter.

Lennon, sem er 32 ára, er kominn með þrettán mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar og er markahæstur. Thomas Mikkelsen í Breiðabliki hefur skorað tólf mörk.

Rætt var um Lennon og frammistöðu FH í Innkastinu sem kom út á sunnudagskvöld en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Atli Sigurjónsson (KR)
Innkastið - Yfirferð að loknum Ofursunnudegi
Athugasemdir
banner
banner
banner