Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. september 2020 20:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deildabikarinn: Lincoln mætir Liverpool - Tólf umferða vítaspyrnukeppni
Luka Milivojevic (til vinstri) klikkaði úr 12. spyrnu Palace.
Luka Milivojevic (til vinstri) klikkaði úr 12. spyrnu Palace.
Mynd: Getty Images
Tvö mörk hjá Frakkanum Haller.
Tvö mörk hjá Frakkanum Haller.
Mynd: Getty Images
Grealish fagnaði nýjum samningi með marki.
Grealish fagnaði nýjum samningi með marki.
Mynd: Getty Images
Nú er öllum sextán leikjunum sem fram fóru í dag í enska deildabikarnum lokið. Úrslitin og markarskorara, ásamt drættinum í næstu umferð má sjá neðst í fréttinni en athygli er vakin á því að 2. umferð heldur áfram á morgun og fimmtudag.

Sebastian Haller reimaði á sig markaskóna sem gleður stuðningsmenn West Ham. Hann hafði verið í miklu brasi með markaskorun á þessu ári en skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Hamranna á Charlton.

Lincoln valtaði yfir Bradford á útivelli og mætir liðið Liverpool í næstu umferð. Aston Villa lenti í brasi með Burton Albion. Ollie Watkins skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið og þeir Jack Grealish og Keinan Davis kláruðu svo leikinn fyrir Villa undir lokin. Ryan Fraser skoraði þá sitt fyrsta mark í heilt ár, hann skoraði fyrir Newcastle í 1-0 sigri á Blackburn. Fraser gekk í raðir Newcastle frá Bournemouth í sumar.

Að lokum þurfti tólf umferðir í vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara þegar Crystal Palace heimsótti Bournemouth á Vitality leikvanginn. Staðan var 10-10 eftir tíu umferðir en þá klikkuðu báðir markverðirnir á punktinum. Vítaskyttan sjálf, Luka Milivojevic klúðraði svo úr 12. spyrnu Palace en David Brooks skoraði hjá Bournemouth. Bournemouth mætir Manchester City í næstu umferð.

Önnur úrslit:
Deildabikarinn: Luton mætir Man Utd og Barnsley heimsækir Chelsea

Oxford United 1 - 1 Watford*
1-0 Rob Hall ('26 )
1-1 Ken Sema ('89 )
Watford vann 3-0 í vítaspyrnukeppni

West Ham 3 - 0 Charlton Athletic
1-0 Sebastian Haller ('22 )
2-0 Sebastian Haller ('26 )
3-0 Felipe Anderson ('80 )

*Bournemouth 0 - 0 Crystal Palace
Bournemouth vann 11-10 í vítaspyrnukeppni

Bradford 0 - 5 Lincoln City
1-0 Tyler French ('4 , sjálfsmark)
1-1 Anthony Scully ('6 )
1-2 Lewis Montsma ('29 )
1-3 James Jones ('41 )
1-4 Callum Morton ('90 )

Burton Albion 1 - 3 Aston Villa
1-0 Colin Daniel ('2 )
1-1 Ollie Watkins ('39 )
1-2 Jack Grealish ('88)
1-3 Keinan Davis ('92)

Derby County 1 - 2 Preston NE
1-0 Jason Knight ('51 )
1-1 Tom Barkhuizen ('79 )
1-2 Daniel Johnson ('90 , víti)
Rautt spjald: Mike te Wierik, Derby County ('55)

Fleetwood Town 2 - 1 Port Vale
1-0 Paddy Madden ('14 )
1-1 Daniel Whitehead ('49 )
2-1 Josh Morris ('75 )

*Gillingham 1 - 1 Coventry
0-1 Maxime Biamou ('61 )
1-1 Jordan Graham ('90 , víti)
Gillingham vann 5-4 í vítaspyrnukeppni

Leyton Orient 3 - 2 Plymouth
0-1 Panutche Camara ('19 )
0-2 Kelland Watts ('34 )
1-2 Louis Dennis ('55 )
2-2 Jobi McAnuff ('74 )
3-2 Danny Johnson ('93)

Morecambe 1 - 0 Oldham Athletic
1-0 Aaron Wildig ('22 )

Newcastle 1 - 0 Blackburn
1-0 Ryan Fraser ('35 )

Newport 1 - 0 Cambridge United
1-0 Scott Twine ('80 )

Rochdale 0 - 2 Sheffield Wed
0-1 Elias Kachunga ('55 )
0-2 Josh Windass ('88 )

Drátturinn í 3. umferð (spilað í næstu viku):
West Ham - Leeds eða Hull
Leyton Orient - Tottenham
Fleetwood - Everton eða Salford
Newport - Watford
WBA eða Harrogate - Southampton eða Brentford
Leicester - Arsenal
Wolves eða Stoke - Gillingham
Chelsea - Barnsley
Milwall - Burnley eða Sheffield United
Manchester City - Bournemouth
Preston - Brighton eða Portsmouth
Luton - Manchester United
Morecambe - Newcastle
Bristol City eða Northampton - Aston Villa
Lincoln - Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner