Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2020 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Depay kom inn á og skoraði - Barca ætlar að kaupa en þarf fyrst að selja
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, hollenski sóknarmaður Lyon og fyrirliði liðsins, er skotmark Barcelona. Ronald Koeman er stjóri Barcelona og þekkir hann vel til Depay þar sem Koeman var landsliðsþjálfari Hollands þar til hann tók við Barcelona.

Depay er talinn kosta um 30 milljónir evra en Barcelona á lítið fjármagn til að spreða í leikmenn og þarf að selja. Luis Suarez, Rafinha og fleiri eru sagðir á sölulista og vonast Barca til að fá tilboð í þá fljótlega.

Lyon er sagt tilbúið að taka tilboði Barcelona þegar það berst. Depay byrjaði á varamannabekknum hjá Lyon í leik sem var hluti af 1. umferð Ligue 1 og kom inn á í seinni hállfeik. Hann skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi á útivelli gegn Montpellier. Fyrsta leik var frestað hjá Lyon vegna árangri í Evrópu en félagið hafði þegar leikið í 2. og 3. umferð. Lyon er í 11. sæti Ligue 1 þessa stundina.

Komean staðfesti í dag að Memphis sé undir smásjánni: „Við þurfum að selja leikmenn áður en við getum keypt Depay," sagði Koeman.
Athugasemdir
banner
banner