Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 15. september 2021 23:44
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Snýst núna bara um leikinn mikilvæga á sunnudag
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst frammistaðan í þessum leik vera alveg til fyrirmyndar. Þvílík baráttugleði og vinnusemi, fínn fótbolti sem við reyndum að spila. Við fengum ekki mörg færi á okkur í þessum leik en fengum sjálfir urmul af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir svekkjandi tap gegn Víkingi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Fylkismenn fóru illa að ráði sínu í leiknum, mörg tækifæri fóru forgörðum og þar á meðal vítaspyrna. Markið sem réði úrslitum að lokum var sjálfsmark í upphaf framlengingarinnar.

„Ég er aðallega ánægður með frammistöðu liðsins og það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá svona jákvæðan leik."

Bikardraumurinn er því úti hjá Fylki og nú er bara markmiðið að ná að bjarga sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni. Fylkir er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir og leikur hrikalega mikilvægan leik gegn ÍA á sunnudaginn.

„Við reynum að jafna okkur fyrir sunnudaginn og vera eins ferskir og hægt er. Þetta snýst bara um það núna. Það hefur verið meiðslapakki hérna. Við hvíldum Helga Val (Daníelsson) hér í dag, Raggi (Sig) er meiddur og við sjáum til hvort hann geti spilað á sunnudag, Djair er horfinn á brott. Við höfum misst út öfluga leikmenn en það eru margir frábærir leikmenn til staðar eins og sást í dag,"

Rúnar Páll samdi út tímabilið og ætlar að reyna að bjarga liðinu frá falli. Ef niðurstaðan verður fall, gæti hann skoðað það að vera samt áfram í Árbænum?

„Já já, ég skoða það. Þetta er frábær klúbbur sem ég er að kynnast núna. Það er gott að vera hérna, góðir leikmenn og flott í kringum liðið. Ég gæti alveg hugsað mér það."
Athugasemdir
banner