Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 15. september 2022 08:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sagt vilja Oblak í stað De Gea
Powerade
Jan Oblak.
Jan Oblak.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Man City vilja Leao.
Chelsea og Man City vilja Leao.
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í slúðurpakkann. Oblak, Leao, Origi, Kuol, Haaland, Rodriguez og fleiri í pakka dagsins.

Manchester United vill fá slóvenska markvörðinn Jan Oblak (29) frá Atletico Madrid til að taka stöðuna af David de Gea, núverandi aðalmarkverði. (Jeunes Footuex)

Sjá einnig:
Væri mikill plús að fá markmann sem þorir að spila frá marki

Manchester City ætlar að blanda sér í baráttu við Chelsea um portúgalska sóknarleikmanninn Rafael Leao (23). (Calciomercato)

Paolo Maldini, stjórnarmaður AC Milan, segir að Chelsea hafi gert óformlegt tilboð í Leao í sumar. (SempreMilan.it)

AC Milan er í leit að sóknarmanni í stað Divock Origi (27) þrátt fyrir að Belginn hafi komið í sumar frá Liverpool. (Calciomercato)

Newcastle hefur náð samkomulagi við ástralska félagið Central Coast Mariners um framherjann Garang Kuol (18) sem fæddist í Egyptalandi. (BeIn Sports)

Ole Gunnar Solskjær ráðlagði Manchester United að sækja Erling Haaland þegar báðir voru hjá Molde en United ákvað að reyna ekki að kaupa hann. (Athletic)

Liverpool mun ekki hika við að rifta lánssamningi Arthur Melo (26) við Juventus ef félagið finnur annan kost í janúarglugganum. (Tuttomercato)

Það er möguleiki á að Diego Costa (33) spili sinn fyrsta leik fyrir Wolves á laugardaginn gegn Manchester City. Þessi fyrrum landsliðssóknarmaður Spánar æfði með Úlfunum í gær. (Mail)

Chelsea er í viðræðum um kaup á félagi í Portúgal en Todd Boehly er með áætlanir um að kaupa nokkur félög. (Telegraph)

Chelsea er í viðræðum um að ráða Christoph Freund hjá Red Bull Salzburg sem yfirmann fótboltamála. (Star)
Enski boltinn - Norðrið gegn suðrinu í stjörnuleik
Athugasemdir
banner
banner
banner