Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. september 2022 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Moyes hrósar Silkeborg - „Lið með góðan leikstíl"
David Moyes
David Moyes
Mynd: EPA
David Moyes, stjóri West Ham, var ánægður með að hafa tekið þrjú stig í 3-2 sigrinum á Silkeborg í Evrópudeildinni í kvöld.

West Ham lenti undir í leiknum en kom til baka og skoraði þrjú fyrir lok fyrri hálfleiks.

Í þeim síðari fékk liðið færi til að skora fleiri en í stað þess kom Silkeborg til baka og gerði þetta að spennandi leik. Moyes var sáttur með að fara með þrjú stig heim en segir að þetta hafi átt að vera þægilegra eftir að liðið náði tveggja marka forystu.

„Leikstíll þeirra var mjög góður. Við vissum af því og reyndum okkar besta að stöðva það og við náðum því á löngum köflum en svo komu líka kaflar þar sem þeir spiluðu mjög vel," sagði Moyes.

„Í stöðunni 3-1 þá átti þetta að vera þægilegt. Við fengum færin til að komast í 4-1 og 5-1. Þeir voru alltaf að fara að gera þetta stressandi eftir að þeir skoruðu."

„Við fórum að taka slæmar ákvarðanir. Við fengum færin til að skora fleiri mörk og ég er pirraður yfir því. Það er mikilvægt að reyna að búa til mörk,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner