Romelu átti frábæran leik í dag í Napoli treyjunni. Hann lagði upp mark á Di Lorenzo fyrri hálfleik og hálfleikstölur voru 1-0 fyrir Napoli.
Um miðjan seinni hálfleik skoraði Kvaratskhelia eftir annan undirbúning Lukaku en það var síðan sjálfur Lukaku sem skoraði þriðja markið nokkrum mínútum síðar.
Buongiorno kláraði síðan leikinn í uppbótartíma fyrir Napoli. 4-0 stórsigur Napoli á Cagliari staðreynd. Napoli eru efstir í deildinni eins og staðan er með 9 stig eftir fjóra leiki.
Það var dramatík í leik Monza og Inter Milan. Heimamenn í Monza tóku forystuna þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en Denzel Dumfries jafnaði fyrir Inter Milan í lokin.
Cagliari 0 - 4 Napoli
0-1 Giovanni Di Lorenzo ('18 )
0-2 Khvicha Kvaratskhelia ('66 )
0-3 Romelu Lukaku ('70 )
0-4 Alessandro Buongiorno ('90 )
Monza 1 - 1 Inter
1-0 Dany Mota ('81 )
1-1 Denzel Dumfries ('88 )