Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   þri 15. október 2019 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir PSG
Kvenaboltinn
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spennt fyrir rimmunni gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 18:30.

Paris Saint-Germain er næst besta liðið í Frakklandi á eftir stórliði Lyon en fyrri leikurinn er á morgun.

„Já, klárlega. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir Paris Saint-Germain, þannig það er mikil spenna," sagði Alexandra við Fótbolta.net.

„Ágætlega. Þetta eru ógeðslega erfið lið sem við gátum fengið og þetta var ekki Lyon. Þetta verður erfitt en þetta er alveg hægt."

Blikaliðið er búið að kynna sér andstæðinginn og er Alexandra afar bjartsýn.

„Steini og Óli eru búnir að stúdera þá og við erum búnar að hoppa á videofundi og svoleiðis. Við erum búnar að kynna okkur þær nokkuð vel."

„Það þýðir ekkert annað en að mæta bjartsýnn og með brjóstkassann úti í svona leik, annars er manni bara slátrað."

Þetta er í annað sinn sem íslenskt lið fer í 16-liða úrslitin en Stjarnan fór í 16-liða úrslitin árið 2017. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefur leikurinn fengið mikla umfjöllun.

„Það er mikil umfjöllun um hann og RÚV að sýna hann og frábært hvernig þetta er að aukast í kringum kvennafótboltann."

Alexandra telur að veðuraðstæður á Íslandi henti Blikaliðinu betur gegn PSG.

„Við erum vanar öllu og betra fyrir okkur á móti þeim að hafa kalt, rok og smá rigningu. Þetta eru leikirnir sem maður vill spila og það er ekki hægt að kvarta yfir þessu."

Hún skoraði fyrsta A-landsliðsmarkið í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum og fer hún með mikið sjálfstraust inn í leikinn á morgun.

„Það er gott að fá tækifæri og gefur manni sjálfstraust inn í þessa leiki," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner