Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 15. október 2019 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir PSG
Kvenaboltinn
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spennt fyrir rimmunni gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 18:30.

Paris Saint-Germain er næst besta liðið í Frakklandi á eftir stórliði Lyon en fyrri leikurinn er á morgun.

„Já, klárlega. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir Paris Saint-Germain, þannig það er mikil spenna," sagði Alexandra við Fótbolta.net.

„Ágætlega. Þetta eru ógeðslega erfið lið sem við gátum fengið og þetta var ekki Lyon. Þetta verður erfitt en þetta er alveg hægt."

Blikaliðið er búið að kynna sér andstæðinginn og er Alexandra afar bjartsýn.

„Steini og Óli eru búnir að stúdera þá og við erum búnar að hoppa á videofundi og svoleiðis. Við erum búnar að kynna okkur þær nokkuð vel."

„Það þýðir ekkert annað en að mæta bjartsýnn og með brjóstkassann úti í svona leik, annars er manni bara slátrað."

Þetta er í annað sinn sem íslenskt lið fer í 16-liða úrslitin en Stjarnan fór í 16-liða úrslitin árið 2017. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefur leikurinn fengið mikla umfjöllun.

„Það er mikil umfjöllun um hann og RÚV að sýna hann og frábært hvernig þetta er að aukast í kringum kvennafótboltann."

Alexandra telur að veðuraðstæður á Íslandi henti Blikaliðinu betur gegn PSG.

„Við erum vanar öllu og betra fyrir okkur á móti þeim að hafa kalt, rok og smá rigningu. Þetta eru leikirnir sem maður vill spila og það er ekki hægt að kvarta yfir þessu."

Hún skoraði fyrsta A-landsliðsmarkið í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum og fer hún með mikið sjálfstraust inn í leikinn á morgun.

„Það er gott að fá tækifæri og gefur manni sjálfstraust inn í þessa leiki," sagði hún í lokin.
Athugasemdir