Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 15. október 2019 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir PSG
Kvenaboltinn
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spennt fyrir rimmunni gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 18:30.

Paris Saint-Germain er næst besta liðið í Frakklandi á eftir stórliði Lyon en fyrri leikurinn er á morgun.

„Já, klárlega. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir Paris Saint-Germain, þannig það er mikil spenna," sagði Alexandra við Fótbolta.net.

„Ágætlega. Þetta eru ógeðslega erfið lið sem við gátum fengið og þetta var ekki Lyon. Þetta verður erfitt en þetta er alveg hægt."

Blikaliðið er búið að kynna sér andstæðinginn og er Alexandra afar bjartsýn.

„Steini og Óli eru búnir að stúdera þá og við erum búnar að hoppa á videofundi og svoleiðis. Við erum búnar að kynna okkur þær nokkuð vel."

„Það þýðir ekkert annað en að mæta bjartsýnn og með brjóstkassann úti í svona leik, annars er manni bara slátrað."

Þetta er í annað sinn sem íslenskt lið fer í 16-liða úrslitin en Stjarnan fór í 16-liða úrslitin árið 2017. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefur leikurinn fengið mikla umfjöllun.

„Það er mikil umfjöllun um hann og RÚV að sýna hann og frábært hvernig þetta er að aukast í kringum kvennafótboltann."

Alexandra telur að veðuraðstæður á Íslandi henti Blikaliðinu betur gegn PSG.

„Við erum vanar öllu og betra fyrir okkur á móti þeim að hafa kalt, rok og smá rigningu. Þetta eru leikirnir sem maður vill spila og það er ekki hægt að kvarta yfir þessu."

Hún skoraði fyrsta A-landsliðsmarkið í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum og fer hún með mikið sjálfstraust inn í leikinn á morgun.

„Það er gott að fá tækifæri og gefur manni sjálfstraust inn í þessa leiki," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner