Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 15. október 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Snodgrass hættir með landsliði Skota þó EM sé möguleiki
Robert Snodgrass, miðjumaður West Ham, hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Skotlands þrátt fyrir að möguleiki sé á að liðið verði með á EM næsta sumar.

Hinn 32 ára gamli Snodgrass spilaði 28. landsleik sinn í 4-0 tapi gegn Rússum í síðustu viku en hann ákvað að draga sig úr hópnum fyrir 6-0 sigur á San Marino á sunnudag.

Snodgrass tilkynnti síðan á Instagram í gær að landsliðsferillinn sé á enda.

Skotar hafa ekki riðið feitum hesti í undankeppni EM en þeir eru í 4. sæti í sínum riðli og langt frá efstu tveimur sætunum.

Hins vegar gætu Skotar komist á EM í gegnum Þjóðadeildarumspilið í mars en liðið keppir um úrslitasætið í C-deild við Noreg, Serbíu og eina aðra þjóð.
Athugasemdir
banner