Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 15. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Derby ekki að reka Cocu og ráða Rooney
Mel Morris, eigandi Derby, segir að Philip Cocu muni halda starfi sínu sem stjóri liðsins jafnvel þó að tap verði niðurstaðan gegn Watford annað kvöld.

Cocu hefur verið undir pressu en liðið tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum í Championship deildinni.

Orðrómur hefur verið um að Cocu gæti misst starfið og Wayne Rooney tekið við. Rooney er í þjálfarateymi Derby en hann spilar einnig með Derby.

Morris segir hins vegar að Cocu sé öruggur í starfi í augnablikinu.

„Já, algjörlega. Við erum ekki einu sinni nálægt því að ræða eitthvað í þessa átt," sagði Morris aðspurður hvort Cocu væri öruggur í starfi.
Athugasemdir
banner
banner